Um skrifblindu

Hvað er skrifblinda?

Það kallast skriftarörðugleikar eða skrifblinda þegar lesblindur einstaklingur á í erfiðleikum með að skrifa bókstafi og tölustafi. Nokkrar ástæður eru fyrir skriftarörðugleikum. Í sumum tilfellum er léleg skrift notuð til að leyna stafsetningarvanda eða öðrum göllum.

Í öðrum tilvikum tengjast þeir skynvillu. Hinn lesblindi var einfaldlega skynvilltur þegar leiðbeiningar voru gefnar og náði því ekki að læra að skrifa stafina rétt.

Margar huglægar myndir

Algengasta tegund skriftarvanda kemur fram þegar lesblindir nemendur hafa fengið svo mikla kennslu um hvernig skrift eigi að líta út að þeir hafa margar huglægar myndir af orðum og stöfum, hverja ofan í annarri. Með skriffæri geta þeir aðeins dregið upp eina línu í einu og bregðast við með því að teikna blöndur af öllum myndunum, oftast með því að skipta úr einni yfir í aðra. Útkoman verður hrærigrautur af línum sem iða og hoppa um alla síðuna.

Lausnin

Lausnin er fólgin í því að losa sig við allar gamlar, huglægar myndir. Þegar nemandi hefur losnað við allar myndirnar getur hann séð eina skýra huglæga mynd af því hvernig skrift eigi að líta út. Í slíkum tilvikum er heppilegt að lesblindir skuli eiga jafn auðvelt með að vinna með huglægar ímyndir og raun ber vitni. Með því að fá nemandann til að kalla myndirnar fram, eina í einu, og storka þær út er einfalt mál að eyða þeim.

Taugabrautir í dvala

Verstu tegundina af skriftarvanda er erfiðast að útskýra vegna lífeðlisfræðinnar að baki þess hvernig heilinn starfar og vinnur úr áreiti.

Vegna bjagaðra skynjana lesblindra og skrifblindra virðist það gerast stundum að taugabrautir sem nauðsynlegt er að séu virkar til þess að sjá beinar skálínur hefur aldrei verið örvuð. Það veldur því að viðkomandi einstaklingur getur einfaldlega ekki séð skálínur.

Með Davis aðferðunum er unnið að því að opna taugabrautir sem legið hafa í dvala og þannig tekið á skriftarvandanum. Nemandinn lærir aðferðir til þess að leiðrétta skrifblinduna.

Til baka