Davis® hugtakameistrun
,,Meðferð án lyfja”
Lesblind.is býður upp á námskeið þar sem unnið er með ADD og ADHD. Námskeiðið er fyrir 8 ára og eldri. Skilyrði er að viðkomandi hafi einlægan áhuga og vilja til þess að leysa vandmál sín varðandi einbeitingu/athygli, ofvirkni, hegðunarvanda- mál og félagsleg samskipti.
Davis ráðgjafi vinnur með einstaklingnum í 5-8 daga. Námskeiðið er sniðið að þörfum hvers einstaklings og að lokinni Davis® greiningu er lengd þess og innihald skipulagt nánar. Námskeiðið tekur styttri tíma ef viðkomandi hefur áður farið í Davis® lesblinduleiðréttingu.
Innifalið í námskeiðinu er þjálfun stuðningsaðila og nauðsynleg námsgögn sem þarf til þess að vinna áfram með það sem kennt var á námskeiðinu.
Hvaða árangurs getum við vænst af leiðréttingunni?
- Aukið sjálfsálit/sjálfstraust
- Getu til að stjórna hugar- og líkamsorkunni
- Bætta sjálfstjórn
- Aukna færni í félagslegum samskiptum
- Auðveldara að halda athyglinni
Tekur þú lyf?
Einstaklingur sem tekur lyf til þess að hafa betri stjórn á hegðun sinni eða athygli er ráðlagt að hafa samband við lækninn sem ávísar lyfinu áður en lyfjatöku er hætt, ef hann hyggst nýta sér Davis® aðferðina.