Lestrargreining

Greining og mat á lestrarvanda

  • Átt þú eða barnið þitt erfitt með lestur?

  • Átt þú  eða barnið þitt við óskilgreindan námsvanda að stríða?

  • Ertu viss um að þú sért lesblind/lesblindur en vantar vottorð fyrir Hljóðbókasafn Íslands, grunnskólann, framhaldsskólann eða skóla á háskólastigi?

Ég býð upp á lestrargreiningu með LOGOS lestrargreiningartækinu og öðrum viðurkenndum lestrargreiningartækjum.

Greiningin byggir á viðtali við þig og/eða barnið þitt, svörum við spurningalista og niðurstöðu úr prófum sem lögð eru fyrir.

Greiningin tekur 2- 4 klukkutíma.

Niðurstöðum er skilað með skýrslu og viðtali ef óskað er eftir því.

Held skilafundi  í grunnskólum á Reykjavíkursvæðinu ef óskað er eftir því.

Hægt er að fá niðurstöðurnar á íslensku og ensku.

 

 

gudbjorg160x140

 

 

 

 

 

 

Nánari upplýsingar og tímapantanir:
Guðbjörg Emilsdóttir lestrarráðgjafi

sími:  863 3136

gem@simnet.is