Lesblinda – dyslexia

Lesblinda er íslensk þýðing á erlenda orðinu dyslexia. Oftast er orðið notað til að lýsa því þegar fólk á í erfiðleikum með að læra að lesa.

Lesblinda var fyrsta hugtakið sem notað var til að lýsa lestrarerfiðleikum. Nú er til fjöldinn allur af nöfnum sem lýsa hinum ýmsu hliðum lesblindunnar.  Margar ólíkar kenningar eru til um lesblindu og skiptar skoðanir eru um hvaða lestrarörðugleika eigi að greina sem lesblindu – dyslexiu og hvað veldur henni.

Ron Davis hefur fundið sameiginlega grunnorsök fyrir lesblindu (dyslexia), reikniblindu (dyscalculia), skrifblindu (dysgraphia), verkstoli (dyspraxia), athyglisbresti (ADD), ofvirkni (ADHD) og jafnvel einhverfu og Asberger heilkennum.

Ron Davis er sjálfur lesblindur og gat því séð vandamálið frá alveg nýju sjónarhorni. Hann gat ekki lesið fyrr en hann var 38 ára, eða árið 1980, þegar hann gerði þá grundvallaruppgötvun sem allt Davis kerfið byggir á. Hann uppgötvaði það sem við á íslensku köllum skynvillu og finnur upp skynstillingu. Með henni gat hann slökkt á þeirri skynvillu sem fram að þessu hafði gert allan lestur og skrift að algjörri martröð.

Kenningar Ron Davis og aðferðir, voru þróaðar til að útskýra hvernig hægt væri að leiðrétta vandann, en ekki til að útskýra eðli hans. Hann segir að lesblinda sé ekki afleiðing erfðagalla eða taugaskemmda. Hún orsakast ekki af heilagalla, vandamálum í innra eyra eða í augum.

Lesblindan er afleiðing ákveðinnar tegundar hugsunar og ákveðinna viðbragða við ringltilfinningu og ráðþroti. Það er algengur misskilningur að hún felist einungis í stafa- og orðavíxlun. Lesblinda getur komið fram á ýmsan annan hátt.

spiral180x160

 

 

Þjónusta við lesblinda

index

 

 

 

Lesblindir eiga rétt á þjónustu Hljóðbókasafnsins. Skila þarf inn vottorði frá læknum, sérkennurum eða öðrum fagaðilum til þess að gerast lánþegi.

flí

Félag lesblindra á Íslandi veitir lesblindum ýmsa þjónustu og aðstoð.

 

 Blindrafélagið talgervill_754403760

 

Lesblindir eiga kost á að fá íslenskan talgervil hjá Blindrafélaginu ef þeir hafa aðgang að Hljóðbókasafni Íslands.