Sturla Kristjánsson

Sturla er menntaður grunnskóla- og framhaldsskóla-kennari og sálfræðingur með löggildingu á Íslandi og í Danmörku. Hann lauk kennaraprófi frá K.Í. 1965;

Cand. Pæd.-Psyk prófi frá Danmarks Lærerhøjskole 1977 og stundaði nám í stjórnfræðum menntamála við U.B.C. í Vancouver 1989-1993.

 Sturla hefur gjarnan fengist við braut-ryðjandastörf í skóla- og uppeldismálum. Hann starfaði sem kennari við Héraðsskólann að Núpi 1965-1969; var fyrsti skólastjóri Húnavallaskóla 1969-1971, en hélt þá utan til framhaldsnáms. Kemur til starfa á ný 1977 sem skólasálfræðingur fræðslu-umdæmanna beggja á Norðurlandi og brautryðjandi sálfræðiþjónustu á landsbyggðinni. Hann tekur við starfi fræðslustjóra N.-eystra 1978 og leiðir öfluga uppbyggingu skólaþjónustu í umdæminu á sviði rekstrar, sálfræði, sérkennslu og almennrar kennslufræði.

Sturla var skólastjóri Þelamerkurskóla 1981-1983 í leyfi frá fræðslustjórastarfinu. Hann stundaði framhaldsskólakennslu og rannsóknarstörf frá 1987-1989 er hann hélt til náms við U.B.C. Frá 1993 hefur Sturla mest stundað sálfræðistörf, lengst af á Akureyri og í Danmörku. Einnig hefur hann rekið eigin sálfræði-þjónustu.

Sturla hefur stundað öflugt sjálfnám s.l. 10-15 ár og einbeitt sér að málefnum bráðgerra barna, barna með athyglisbrest og athyglisbrest og ofvirkni, (ADD/ADHD), og lesblindra. Hefur hann sótt í smiðju þeirra, sem telja að sértæk vandamál í skóla stafi helst af einhæfum aðferðum sem ekki taki nægjanlegt tillit til mismunandi námsstíls nemenda.

Sturla hefur setið í fjölda nefnda og starfshópa á vegum ríkis og/eða sveitarfélaga og fagfélaga varðandi skóla- og uppeldismál, skrifað greinar, skýrslur og greinargerðir, kennt á námskeiðum og flutt erindi um faglega og rekstrarlega þætti skóla- og uppeldismála.

Sturla fékk Davis ráðgjafaréttindi í júní 2004. Hann tekur að sér verkefni á íslensku, dönsku og ensku hvar á landi sem er og einnig erlendis

Davis ráðgjafar...

Sturla Kristjánsson sturla@les.is gsm: 862 0872

Sturla Kristjánsson
sturla@les.is
gsm: 862 0872

Sturla er grunn- og framhaldsskólakennari, sálfræðingur og Davis ráðgjafi.

Hann hefur aðsetur að Suðurlandsbraut 32,  Reykjavík.

Vinsamlegast hringdu eða sendu tölvupóst ef þú vilt:

  • Davis greiningu

  • Davis leiðréttingu

  • Lestrarnámskeið fyrir 5-8 ára

  • Upplýsingar um Davis kerfið

  • Vottorð vegna lesblindu fyrir Hljóðbókasafn Íslands
  • Hringt verði í þig