Einkennin mín

Hvernig getur þú vitað hvort um lesblindu sé að ræða?

Hér er listi yfir algeng einkenni lesblindu.                                                    

Ef talsverður hluti einkennanna eiga við þig er lesblinda líklegasta skýringin.

 Náðargáfan
  • Getur upplifað skynjun sem veruleika.

  • Ert sérstaklega meðvitaður um umhverfi þitt.

  • Hugsar frekar í myndum en orðum.                                                                       

  • Hefur sérstaklega mikið ímyndunarafl.

  • Skynjar og hugsar í margvídd.

  • Nýtir öll skilningarvitin í einu.

  • Ert mjög forvitinn.

Sjón
  • Breytir eða víxlar útliti og röð stafa eða talna.

  • Slæm stafsetning.

  • Sýnist stafir og tölur fara á hreyfingu, hverfa, stækka eða minnka.

  • Sleppir úr eða breytir stöfum, orðum og línum við lestur eða skrift.

  • Sleppir úr eða hunsar greinamerki og hástafi.

Heyrn
  • Á í erfiðleikum með talhljóð.

  • Heyrir hljóð og orð sem aðrir heyra ekki.

  • Er ásakaður um að hlusta ekki eða fylgjast ekki með.

  • Heyrist hljóð vera hljóðlátara eða háværara, nær, eða fjær en þau eru í raun.

Jafnægi og hreyfing
  • Svimi eða flökurleiki við lestur.

  • Er áttavilltur.

  • Getur ekki setið kyrr.

  • Á í erfiðleikum með skrift (Skrifblinda).

  • Jafnvægis- og samhæfingarvandamál.

Tími
  • Á erfitt með að sitja kyrr og halda athygli lengi (athyglisbrestur)

  • Getur ekki lært stærðfræði (reikniblinda).

  • Á erfitt með að lesa á klukku og vera á réttum tíma.

  • Sætir gagnrýni fyrir dagdrauma og að lifa í ímyndunarheimi.

  • Truflast auðveldlega af umhverfinu.

  • Á í erfiðleikum með rétta röð (að setja hluti á sinn stað) og að ákveða forgangsröð.

 

 

 

Sumir hugsa meira í myndum en orðum.

modern-clocks

            klukka