Lestrarnámskeið 5-8 ára

Davis lestrarnámskeið

Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 5 - 8 ára.
 
Það er einstaklingsnámskeið og skipulagt út frá þörfum hvers barns.
 
Davis ráðgjafi vinnur með barninu 2 - 3 tíma á dag í tvær til þrjár vikur, samtals 25 - 30 klukkustundir.
 

Foreldrar, annað eða bæði, eru með barninu í tímum og fylgjast með því hvernig barnið lærir og hvað það lærir. Þannig öðlast þeir færni sem þarf til veita barninu áframhaldandi stuðning og taka virkan þátt í lestrarnámi barnsins.

Hafið samband við Davis ráðgjafa til þess að fá nánari upplýsingar.

Davis ráðgjafar...

Markmiðið námskeiðsins er:

  • Að veita börnum á aldrinum 5 - 8 ára þá bestu byrjun á námsferlinum sem mögulegt er.

  • Að barnið læri áhrifaríka námstækni í samvinnu leiðbeinandans, barnsins og foreldranna, sem mun nýtast því við frekara nám alla ævi.

  • Að veita öðru eða báðum foreldrum barnsins, eða stuðningsaðila þess, nægilegt öryggi og færni í Davis aðferðinni til þess að vinna með barninu meðan á námskeiðinu stendur og heima eftir að því lýkur.

  • Að barnið læri að beita aðferðum og hugtökum sem þarf til þess að þróa góða lestrarfærni og lesskilning.