Valgerður starfaði lengst af sem sérkennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjanesumdæmis. Hún hefur starfað sem kennari við Digranesskóla og Upptökuheimili ríkisins; sem sérkennari við Kársnesskóla, Þinghólsskóla og Sérkennslustöð Kópavogs; og sem lektor við Kennaraháskóla Íslands við uppbyggingu náms í sérkennslufræðum þar sem hún skrifaði m.a. námskrá starfsleiknináms fyrir kennara í almennum grunnskólum ásamt Keith Humphreys. Valgerður hefur starfað sem skólastjóri við Smáraskóla í Kópavogi frá stofnun hans 1994.
Valgerður var skipuð varamaður í stjórn Blindrabókasafnsins frá stofnun þess 1982 til 1988; hún átti sæti í starfshópi á vegum European Association of Special Education um tölvur í sérkennslu og sat í starfshópi á vegum Námsgagnastofnunar um útgáfu sérkennslugagna (1983-1990).
Valgerður hefur leitt ýmis þróunarverkefni s.s. um skólanámskrárgerð, um heildaraðferð í lestri og um nýjar áherslur í stærðfræðinámi. Hún var m.a. ráðgjafi vegna stofnunar sérdeildar fyrir einhverf börn í Digranesskóla, vegna stofnunar sérdeildar við Myllubakkaskóla og um uppbyggingu á sérkennslu við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.
Valgerður hefur komið að námsefnisgerð fyrir börn og unglinga, þýtt léttlestrarbækur, gefið út móðurmálsverkefni og unnið að því að námsefni fyrir ökupróf var lesið á hljóðsnældur.
Valgerður hefur sótt námskeið í Davis námstækni hjá Sharon Pheiffer, Richard Whitehead og Siegerdine Mandema og hefur mikinn áhuga á að innleiða þá námstækni í íslenskt skólastarf. Það starf er nú komið á góðan skrið.
Davis ráðgjafar...
Vinsamlegast hringdu eða sendu tölvupóst ef þú vilt fá:
- Davis greiningu
- Davis leiðréttingu
- Lestrarnámskeið fyrir 5-8 ára
- Upplýsingar um Davis kerfið
- Stærðfræðigreiningu
- Vottorð vegna lesblindu fyrir Hljóðbókasafn Íslands
- Hringt verði í þig