Davis lesblinduleiðrétting

Davis leiðrétting

Davis leiðréttingin fer þannig fram að Davis ráðgjafi vinnur með einstaklingi í 30 klukkustundir, oftast 5 daga í röð. Þá hefur viðkomandi tileinkað sér þau tæki sem hann þarf til að leiðrétta lesblinduna, að meistra stafi og önnur tákn, og finnur strax greinilega breytingu.

Að 5 daga leiðréttingunni lokinni, þarf að vinna um 1-2 klukkustunda heimavinnu á viku í 1 -2 ár, til að tryggja þann árangur sem náðst hefur og leiðrétta lesblinduna til fulls. 

Ef þörf er á frekari vinnu t.d. stærðfræðileiðréttingu, þarf að greiða fyrir það sérstaklega.        

Skynstilling

Skynstilling er grunnurinn að hugmyndafræði Ron Davis.  Skynstilling er til þess gerð að viðkomandi nái valdi á að halda fullri athygli. Þetta næst með samblandi af einföldum hugar- og líkamsæfingum. Þegar skynstillingu er náð verður strax mun auðveldara að halda athygli við lestur og þá er hægt að finna endurtekin mistök í lestri og leiðrétta þau.

Slepping

Kennd er einföld aðferð til þess að losa um spennu í líkamanum.

Orkuskífan

 

 

 

 

 

 

 

 

Kennd er einföld aðferð til þess að hafa stjórn á sinni eigin orku við nám og félagslegar aðstæður.

Dúskboltaæfingar

Nemendur gera æfingar með boltum sem þjálfa þá í að halda jafnvægi og athygli, þjálfa samhæfingu augna og handa, að fara yfir miðlínu líkamans og þjálfa tímaskynið.

Að meistra stafi og önnur tákn

Nýyrðið „meistrun“ er íslenskun á enska orðinu mastery. Með meistrun verður námsefni hluti af hæfileikum okkar á svipaðan hátt og það að hjóla verður hluti af okkur eftir að við höfum náð fullum tökum á því. Við notum plastleir við meistrunina vegna þess að hann virkjar sköpunargáfuna og alla okkar skynfærni. Við leirum stafi, svo kölluð kveikjuorð (flest myndlaus), önnur orð og tákn sem hafa ruglað okkur í ríminu. Vandamálinu er rutt úr vegi með því að skilja nákvæmlega rétta merkingu þeirra og forma í leir þrívíða mynd af þeirri merkingu. Áður en hægt er að meistra orð, byrjum við á að meistra stafrófið og greinamerkin.

“Athyglisþjálfun leiðréttir skynjun; táknameistrun leiðréttir lesblindu.” -Ron Davis

 

Að meistra orð

Við tileinkum okkur orð með því að tengja saman þá þrjá hluta sem búa í öllum orðum, það er:

  • merking,

  • útlit

  • og hljóð.

Við flettum upp á skýringu viðkomandi orðs og mótum í leir bæði merkingu orðsins og útlit. Við hjálpum viðkomandi að tileinka sér ,,ruglorðin-kveikjuorðin”, en flestir lesblindir eiga erfitt með að átta sig á merkingu þeirra vegna þess að yfirleitt eru þau myndlaus. Öll þessi ,,ruglorð” þarf viðkomandi að meistra með leirmótun að námskeiðinu loknu. Þessi eftirvinna tekur flesta um 1 – 2 ár.

Sérhvert orð eða hugtak sem veldur ruglingi er hægt að meistra með leirmótuninni. Með því að móta útlit orðsins í leir ásamt merkingunni, nær viðkomandi einnig valdi á stafsetningunni. 

Að meistra námsefni

Þessari meistrunaraðferð – að tileinka sér hluti með leirmótun – er hægt að beita á hvaða námsefni sem er. Þegar viðkomandi hefur náð fullum tökum á meistruninni beitir hann henni við allt nám, einfaldlega vegna þess að þessi aðferð er sú fljótvirkasta og áhrifamesta sem honum stendur til boða.  

Lestraræfingar

Við gerum þrenns konar lestraræfingar sem kallast:

  • Stafalestur
  • Rennilestur
  • Mynd við greinamerki

 Heimavinnan

Það er mikilvægt að skjólstæðingurinn stjórni sjálfur heimanáminu og taki fulla ábyrgð á því. Öll nauðsynleg gögn fylgja námskeiðinu. Sjálfstæði og öryggi vex eftir því sem áður duldir og bældir hæfileikar eru leystir úr læðingi. Gerður er samningur við viðkomandi um hvernig ætlunin er að fylgja námskeiðinu eftir.

Þjálfun stuðningsaðila

Þjálfun stuðningsaðila er mikilvægur þáttur námskeiðsins. Stuðningsaðili getur verið einhver úr fjölskyldunni, stuðningskennari eða vinur. Við kennum honum grundvallaratriði meistrunarinnar og gefum leiðbeiningar um það hvernig best má veita hjálp við heimavinnuna.

Lesblinduleiðrétting…