Davis hugtakaleiðrétting ,,Meðferð án lyfja"
Davis ráðgjafi vinnur með einstaklingnum og þjálfar hann í að nota aðferðir til þess að leiðrétta vandamál varðandi ofvirkni, vanvirkni, erfiðleika með að halda athygli, erfiðleika með að halda sér að verki og óviðeigandi félagslega hegðun.
Eins og í Davis® lesblinduleiðréttingunni er fyrsta skrefið í Davis hugtakaleiðréttingunni að kenna einstaklingnum að ná stjórn á skynvillu. Þegar einstaklingurinn er viss um að skynjun hans er stöðug eru hugtökin meistruð með Davis táknameistrunaraðferðinni.
,,Þegar við meistrum eitthvað verður það hluti af okkur. Það verður hluti af hugsun okkar og sköpun.” Ronald D. Davis
Að hvaða leyti er Davis® aðferðin ,,Meðferð án lyfja” örðuvísi en aðrar aðferðir?
Flestum aðferðum er beint að einkennum vandans en með Davis aðferðunum er unnið með rót vandans; það sem veldur því að sumir eiga í erfiðleikum með að einbeita sér, hafa stjórn á sér og með félagsleg samskipti.
Rætur vandans liggja í því að einstaklingarnir:
-
Hafa lélegt og óstöðugt tímaskyn
-
Hugsa fremur í myndum og tilfinningum en orðum
-
Eru með mjög ríkt ímyndunarafl
-
Hafa litla sjálfsvitund og eiga erfitt með að skynja sjálfan sig í samhengi við aðra og umhverfið.
-
Eiga erfitt með að skilja eða skilja jafnvel ekki hugtökin breyting,orsök, afleiðing, tími, röð, regla og óreiða og fleiri grunnhugtök mannlegra samskipta.
Þessi einkenni eru hluti af einstökum hugsanastíl 15 – 20% mannkynsins. Þessi hugsanastíll fær oft merkimiðann athyglis-brestur eða athyglisbrestur með ofvirkni (ADD og ADHD). Þegar eitthvað truflar einstaklinginn, gerir hann ringlaðan eða vekur forvitni hans verður breyting á einu eða fleirum skynsviðum hans sem birtist í eftirfarandi hegðun:
Tími - breyting á tímaskyni eða innri klukkunni.
Breyting á tímaskyni hefur áhrif á styrk og úthald einstaklingsins. Ef innri líkamsklukkan hraðar sér getur einstaklingurinn upplifað tvær eða þrjár mínútur á meðan annar upplifir aðeins eina mínútu. Þessi einstaklingur getur kallast ofvirkur. Hið gagnstæða gerist einnig. Innri klukkan gengur hægar og einstaklingurinn upplifir styttir tíma en við hin og orkan/krafturinn mun líka vera minni en gengur og gerist. Þessi einstaklingur mun teljast vanvirkur.
Félagsleg samskipti - breyting á heyrn og sjón ónámkvæm.
Þegar breyting verður á skynjun getur það leitt til þess að viðkomandi misskilur það sem sagt er við hann eða heyrir það alls ekki. Orðlaus tjáskipti svo sem líkamstjáning og svipbrigði í andliti geta verið misskilin eða einstaklingurinn tekur ekki eftir þeim. Viðbrögð hans geta virst óviðeigandi eða ögrandi. Hann heyrir það sem hann vill heyra, sér það sem hann vill sjá og hegðar sér samkvæmt því.
Skyntruflanir og skortur á skilningi á umræddum lykilhugtökunum getur leitt til hvatvísi, erfiðleika við að vera í röð og bíða, einbeitingarskorts, erfiðleika við að skipuleggja sig og erfiðleika við að fara eftir reglum og fyrirmælum.
Davis® hugtakameistrunin leysir skynjunartruflanirnar og gefur fólki verkfæri til þess að uppræta athyglisbrest og ofvirkni eða fjarlægja óæskileg einkenni athyglisbrestsins og ofvirkninnar.