Reikniblinda
Stærðfræðiörðugleikar - dyscalculia eða reikniblinda kallast það ef fólk á í erfiðleikum með að læra stærðfræði. Þeim fylgir oft lesblinda (þó er það alls ekki algilt) og athyglisbrestur.
Orð og tákn sem lýsa aðgerðum í stærðfræði valda oft ruglingi í huga fólks sem er sjónrænt í hugsun og með mikla rýmisgreind (visual-spatial).
Með Davis aðferðinni er tekið á rót vandans sem veldur því að sumir lenda í erfiðleikum við að læra stærðfræði með hefðbundnum kennsluaðferðum.
Ná stjórn á skynvillu
Eins og í Davis lesblinduleiðréttingunni er fyrsta skrefið í stærðfræðileiðréttingunni að kenna einstaklingnum að ná stjórn á skynvillu. Þegar nemendurnir eru vissir um að skynjun þeirra er stöðug geta þeir leyst allan rugling varðandi stærðfræðina með aðferðum sem byggja á þeirra eigin sköpunargáfu og hugvitsemi.
Meistra kveikjuorð
Nemandinn lærir aðferðir til þess að leiðrétta stærðfræðiörðugleikana. En í því felst að meistra 21 kveikjuorð sem notuð eru í stærðfræði.Þegar búið er að meistra öll grunnhugtökin sem þarf til þess að skilja stærðfræði verður eftirleikurinn auðveldur.
Á námskeiðinu er lögð mikil áhersla á að byggja upp sjálfstraust eintaklingsins og öryggi gagnvart stærðfræði.