Hugarferlið sem veldur lesblindunni er náðargáfa í orðsins fyllstu merkingu. Það er náttúruleg hæfni eða hæfileiki. Þessi hæfileiki er mjög sérstakur og hann er mikill kostur þegar rétt er á málum haldið.
Lesblindan gerir mann ekki sjálfkrafa að snillingi, en það er hollt fyrir sjálfsmat lesblindra að vita að hugur þeirra starfar á nákvæmlega sama hátt og hugur frægra snillinga. Lesblindir þróa ekki allir náðargáfuna á sama hátt og það er langt í frá að allir lesblindir séu eins - en þeir eiga ýmsa hugarstarfsemi sameiginlega.
Frumfærni lesblindunnar:
-
Lesblindir geta nýtt hæfileika heilans til að breyta skynjunum og skapa þær.
-
Þeir eru mjög meðvitaðir um og næmir á umhverfi sitt.
-
Þeir eru forvitnari en gerist og gengur.
-
Þeir hugsa fremur í myndum en orðum.
-
Þeir búa yfir ríku innsæi og næmi.
-
Þeir hugsa og skynja í margvídd með því að nýta öll skilningarvitin.
-
Þeir geta upplifað hugsun sem veruleika.
-
Þeir hafa frjótt ímyndunarafl.
Séu þessir átta grundvallarhæfileikar ekki bældir eða eyðilagðir, eða þeim hafnað af uppalendum og umhverfinu, koma þeir fram sem tveir eiginleikar:
-
Greind yfir meðallagi
-
Óvenju rík sköpunargáfa
Af þessum tveimur eiginleikum getur hin eiginlega náðargáfa lesblindunnar sprottið - snilligáfan. Hún þróast á marga vegu og á ólíkum sviðum
Átt þú auðvelt með að skoða hluti frá öllum sjónarhornum í huganum?
Erfiðleikar lesblindra við lestur, skrift, stafsetningu eða stærðfræði táknar ekki að þeir séu heimskir. Hugarstarfsemin, sem skapar snilling, getur einnig framkallað þessa erfiðleika. Þessi hugarstarfsemi, sem veldur lesblindu, er náðargáfa; það er náttúruleg færni, hæfileiki. Hún er sérstakt fyrirbæri sem bætir einstaklinginn. Áætlað er að allt að þriðjungur mannkyns fæðist með þessa hæfileika. Af þeim er líklega um helmingur sem lendir í erfiðleikum með lestur eða skrift á fyrstu árum skólagöngu sinnar. Það er ekki vegna þess að eitthvað sé að þeim, heldur einfaldlega vegna þess að almennt er kennsla ekki sniðin að þörfum þeirra og námsstíl.
“Lesblinda á rætur sínar að rekja til náttúrulegs hæfileika, sérstakrar gáfu. Þessi gáfa er leyst úr læðingi með táknameistrun.” Ronald D. Davis