Davis greining

Davis© greining er um 2-3 klukkustunda viðtalsgreining. Þetta er ekki lestrargreining, heldur erum við einfaldlega að kanna hvort líklegt sé að þú getir og munir nýta þér Davis kerfið. Við skoðum hvort þú hafir gott vald á myndrænni hugsun, því Davis© kerfið nýtist best þeim sem búa yfir þeim eiginleika.

Í viðtalinu ert þú beðin/n um að meta stykleika þína og veikleika á ýmsum sviðum sem tengjast námi. Þarfir þínar eru metnar og markmið með leiðréttingunni sett. Síðast en ekki síst könnum við hvort þú hafir nægan áhuga á að nýta sér kerfið eftir að leiðréttingu lýkur. Þetta er grundvallaratriði. Ef leiðréttingunni er ekki fylgt eftir að henni lokinni næst ekki sá árangur sem stefnt var að og heimavinnan fullkomnar.

Ef niðurstaða greiningarinnar bendir til þess að leiðrétting muni nýtast er hægt að bóka Davis leiðréttingu. Leiðréttingin er sniðin að þörfum hvers einstaklings á grundvelli greiningarviðtalsins.

Davis leiðréttingin fer þannig fram að Davis ráðgjafi vinnur með einstaklingi í 30 klukkustundir, oftast 5 daga í röð. Þá hefur viðkomandi tileinkað sér þau tæki sem hann þarf til að leiðrétta lesblinduna og finnur strax greinilega breytingu. Ef þörf er á frekari vinnu er samið um það sérstaklega.

Sum stéttarfélög niðurgreiða greiningu og leiðréttingu bæði fyrir félagsmenn.

myndhugsun - orðhugsun

  • Áttu erfitt með lestur?
  • Áttu erfitt með stafsetningu?
  • Áttu erfitt með stærðfræði?
  • Áttu erfitt með að halda athygli við starf og nám?
  • Ertu með óskilgreinda námserfiðleika?
  • Er barnið þitt með námserfiðleika?

    

HAFÐU SAMBAND VIÐ DAVIS RÁÐGJAFA