Um Ron Davis

Sigrast á einhverfu

Sem barn var Ron Davis (Ronald D. Davis)  með einhverfu á háu stigi. Hann lærði ekki fyllilega að tala fyrr en sautján ára. Þá var hann var sendur til talkennara í framhaldi af greindarprófi þar sem hann skoraði 137 stig. Þetta þótti með einsdæmum þar sem aðeins um 3% mannkyns skora yfir 130 stig á greindarprófi. Á þessum tíma var Ron nánast ótalandi. Ron er meðal örfárra einstaklinga í heiminum sem náð hafa að sigrast á einhverfu, sem í þá daga var kölluð Kannersveiki.

Mikil stærðfræðigáfa

Hann bjó yfir mikilli stærðfræðigáfu og áður en hann náði tvítugsaldri, var hann ráðinn sem sérstakur stærðfræðikennari hjá virtu verkfræðifyrirtæki. Þrátt fyrir að hann kynni enn ekki að lesa eða skrifa kenndi hann þar hópi verkfræðinga sem voru að vinna að hönnun eldflaugahreyfla fyrir bandarísku geimskutlurnar. Lesblinda hans var þó enn á mjög háu stigi og hann átti jafnvel í miklum erfiðleikum með að lesa götunöfn og umferðarskilti.

Las fyrstu bókina 38 ára

Það var ekki fyrr en hann var var 38 ára, árið 1980, að hann gerði þá grundvallaruppgötvun sem allt Daviskerfið er byggt á. Hann uppgötvaði það sem við köllum á íslensku skynstillingu, en með henni gat hann slökkt á þeirri skynvillu sem fram að þessu hafði gert allan lestur og skrift að algerri martröð.

Hann beið ekki boðanna heldur rauk út í bókasafn og las Gulleyjuna spjaldanna á milli á einum degi. Þetta var fyrsta bókin sem hann hafði nokkru sinni lesið á ævinni og hann var sannfærður um að hann hefði fundið lykilinn að lesblindugátunni. Það liðu þó ekki nema nokkrir mánuðir áður en honum fór að hraka aftur. Þá rann upp fyrir honum að hann hafði einungis leyst lítinn hluta af gátunni, en nú var hann ákveðinn í að finna varanlega lausn.

Daviskerfið verður til

Ron Davis stofnaði The Reading Research Council og réð til sín fjölda sérfræðinga með það eitt að markmiði að finna lausn á lesblindugátunni. Og það leið ekki á löngu áður en lausnin var fundin og Daviskerfið leit dagsins ljós.

Hlustaðu á viðtal við Ron Davis

Bókin Náðargáfan lesblinda

Tólf árum síðar, árið 1994, skrifaði Ron Davis ásamt Eldon M. Braun bókina The Gift of Dyslexia, þar sem hann lýsti kerfinu íterlega í þeirri von að foreldrar lesblindra myndu lesa hana og leiða börn sín út úr lesblindu með því að fylgja kerfinu þrep fyrir þrep.

Fjöldi lesblindra einstaklinga hafa náð bata með bókinni einni saman, en fljótlega kom í ljós að foreldrar eru ekki endilega heppilegustu kennarar barna sinna. Ýmsir tilfinningaþröskuldar geta verið til staðar milli náinna fjölskyldumeðlima og geta valdið vandræðum við þessa vinnu. Þetta leiddi til þess að Ron fór að þjálfa Davisleiðbeinendur til að bjóða upp á faglega hjálp til einstaklinga sem vilja sigrast á námsörðugleikum.

Bókin hefur verið þýdd á 22 tungumál. Hún var þýdd á íslensku og gefin út á Íslandi árið 2003. Hún var gefin út í endurbættri útgáfu árið 2010 í Bandaríkjunum.

Hefur þú lesið heila bók? Ef ekki er þá ekki kominn tími til þess að gera eitthvað til þess að ná tökum á lestrinum?


Ron Davis var sjálfur einhverfur. Hann fann sér leið út úr einhverfunni með skynstillingu og táknameistrun. Hann hefur unnið að því alla ævi að finna leið til þess að hjálpa einhverfum að komast út úr einhverfunni. Nú hefur hann skrifað bók ásamt Abigail Marshall um einhverfu, Autism and The Seeds og Change, og þjálfað Davis ráðgjafa til þess að vinna með einhverfum einstaklingum.

Autism - einhverfa - Ron DavisNOIT and Non-verbal Autism

sized-noit-logo-color-with-marks1-300x231