Bókin og önnur söluvara

Náðargáfan lesblinda

Þú getur pantað bókina hjá Lesblind.is og fengið hana senda heim. Einnig fæst hún í flestum bókaverslunum um land allt og er til á bókasöfnum.
Bókin kostar kr. 3000.- með sendingarkostnaði.

Náðargáfan lesblinda

Ronald D. Davis er höfundur bókarinnar Náðargáfan lesblinda. Bókin lýsir Davis® aðferðunum, sem skilað hefur frábærum árangri við leiðréttingu lesblindu. Hún er ætluð foreldrum og öðrum sem vilja hjálpa börnum sínum eða sínum nánustu sem eru lesblindir.

Bókin var þýdd á íslensku árið 2003 og var íslenska þá tólfta tungumálið sem bókin var þýdd á. Nú er búið að þýða hana á 22 tungumál.

Til er íslenskt myndband sem lýsir leiðréttingarferlinu. Það er framleitt af Hvíta Fjallinu og gefið út af Lesblind.com og Alice og Ronald D. Davis. Þar útskýrir Axel Guðmundsson hugmyndirnar að baki Davis® kerfinu og sýnir hvernig leiðréttingin fer fram. Myndbandið er um hálf klukkustund.

Lesblind.is er með stafaspjöld og stafrófsrenninga til sölu.

Best er að panta vörur á fyrirspurnarforminu á síðunni ,,Hafa samband".

Vinsamlegast gefið upp nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og netfang þegar þið pantið vörur.

 

 

Leirinn, leirhnífar og dúskboltar

Á. Óskarsson  s: 566 6600 í Mosfellsbæ hefur tekið að sér að sjá um sölu á námsgögnum sem þarf að nota við leiðréttinguna. Það er mjúkur plastleir, leirhnífar og dúskboltar.

Pantanir sendist til oskarsson@oskarsson.is

 

pantaleir170

Til að leiðrétta lesblindu notum við hvítan plastleir. Hann er seldur í 500 gr. pakkningum og ráðlegt er að kaupa tvo pakka til að hafa nóg.

Panta leiráhald

Gott er að hafa góðan leirhníf og áhöld við sköpunina.

duskboltar Davisleiðrétting

Dúskboltar eru mikilvægir til að fínstilla athyglina og hreyfisamhæfingu. Ráðlegt er að hafa tvo bolta.

Aðrar bækur sem Ron Davis hefur skrifað er hægt að kaupa á Amazon.com eða www.dyslexia.com

Ný útgáfa af The Gift of Dyslexia, gefin út 2010.

newgift6

The gift of Learning, gefin út 2003.

The Gift of Learning Ron Davis

Autism and the Seeds of Change eftir Ronald D. Davis og Abigail Marshall, gefin út 2012.

Autism - einhverfa - Ron Davis