ADD og ADHD

Davis® hugtakameistrun

,,Meðferð án lyfja”

Lesblind.is býður upp á námskeið þar sem unnið er með ADD og ADHD. Námskeiðið er fyrir 8 ára og eldri. Skilyrði er að viðkomandi hafi einlægan áhuga og vilja til þess að leysa vandmál sín varðandi einbeitingu/athygli, ofvirkni, hegðunarvanda- mál og félagsleg samskipti.

Davis ráðgjafi vinnur með einstaklingnum í 5-8 daga. Námskeiðið er sniðið að þörfum hvers einstaklings og að lokinni Davis® greiningu er lengd þess og innihald skipulagt nánar. Námskeiðið tekur styttri tíma ef viðkomandi hefur áður farið í Davis® lesblinduleiðréttingu.

Innifalið í námskeiðinu er þjálfun stuðningsaðila og nauðsynleg námsgögn sem þarf til þess að vinna áfram með það sem kennt var á námskeiðinu.

Hvaða árangurs getum við vænst af leiðréttingunni?

  • Aukið sjálfsálit/sjálfstraust
  • Getu til að stjórna hugar- og líkamsorkunni
  • Bætta sjálfstjórn
  • Aukna færni í félagslegum samskiptum
  • Auðveldara að halda athyglinni

Tekur þú lyf?

Einstaklingur sem tekur lyf til þess að hafa betri stjórn á hegðun sinni eða athygli er ráðlagt að hafa samband við lækninn sem ávísar lyfinu áður en lyfjatöku er hætt, ef hann hyggst nýta sér Davis® aðferðina.

Viltu vita meira?

 

Hugtakameistrun

,,Þegar við meistrum eitthvað verður það hluti af okkur. Það verður hluti af hugsun okkar og sköpun.” Ronald D. Davis

orsök Davis leiðrétting

afleiðing lesblind

Hreinn2005 074

Sesselja Tómasd 037